Norvion í samstarf við Tonisco

21.12.2025

Norvion hefur hafið samstarf við Finnska fyrirtækið Tonisco. Þeir eru sérfræðingar í tengingum inn á lagnakerfi í rekstri. Lausnirnar henta hitaveitum, vatnsveitum og iðnaði þar sem nauðsynlegt er að tengja inn á kerfi á öruggan og skilvirkan hátt. Þeir bjóða m.a. upp á sérstaka tækni til að tengja hjáveitu inn á lagnir í rekstri. Helsti kosturinn er að ekki þarf að koma til rekstrarstopps á meðan að unnið er að viðhaldi eða breytingu á lifandi lögnum.

Hafið samband við Norvion ef þörf er á lausnum þar sem rekstrarstöðvun er ekki í boði.

Next
Next

Norvion á K-Messe 2025