Öryggislausnir
REMBE býður upp á sérhæfðar öryggislausnir fyrir þrýstijöfnun, yfirþrýstingsvörn og sprengivarnir í orku- og iðnaðarkerfum. Lausnirnar eru hannaðar til að vernda lagnir, þrýstibúnað og lagnakerfi gegn yfirþrýstingi, undirþrýstingi og öðrum óæskilegum álagsaðstæðum, og stuðla þannig að öruggum og áreiðanlegum rekstri.
Lausnir REMBE henta sérstaklega fyrir:
Borholur
Gufu- og hitalagnir
Iðnaðarkerfi og þrýstibúnað
Dælustöðvar og tæknirými
Með lausnum REMBE er hægt að:
Vernda kerfi gegn yfirþrýstingi og undirþrýstingi
Draga úr hættu á alvarlegum bilunum og rekstrarstöðvun
Auka öryggi starfsfólks og mannvirkja
Uppfylla kröfur staðla og öryggisreglugerða
Vöruúrval REMBE nær m.a. til sprengidiska (rupture disks), öryggisloka, sprengiloka og vöktunarbúnaðar sem er hannaður fyrir erfiðar rekstraraðstæður.
Hafið samband við Norvion fyrir nánari upplýsingar.

