Ráðgjöf

Norvion býður upp á alhliða tæknilega ráðgjöf á öllum stigum veituframkvæmda.
Hvort sem um er að ræða frumstig verkefna, nýframkvæmdir eða viðhald og/eða endurbætur og breytingar á eldri kerfum í rekstri.

Dæmi um ráðgjöf:

  • Stærðarákvörðun lagna og kerfa

  • Spennuútreikningar og tillögur að þenslulausnum

  • Útreikningar á styrkingum tengistykkja og úrtaka í hitaveitukerfum

  • Útreikningar á festum í hitaveitukerfum

  • Útreikningar á festingum og upphengjum fyrir lagnir

  • Ráðgjöf um stjórnbúnað á lokum og öðrum stýrðum búnaði

  • Ráðgjöf um efnisval með tilliti til rekstrarskilyrða

  • Mat á efnisgæðum og framkvæmd gæðaeftirlits

  • Varmatapsútreikningar

  • Íhlutahönnun og hönnun flókinna lausna innan heildarhönnunar, svo sem brunnum, dæluhúsum og öðrum mannvirkjum

  • Þjálfun fyrir rekstraraðila og verktaka í samsetningu, lagningu og uppsetningu röra og íhluta

  • Þjálfun í notkun eftirlits- og vöktunarbúnaðar fyrir lagnamannvirki

Sérfræðingar Norvion búa yfir áralangri reynslu af ráðgjöf fyrir veitufyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki, verktaka, stóriðju og aðra atvinnugeira.

Sérstök áhersla er lögð á hitaveitur, vatns- og fráveitukerfi, iðnað og fiskeldi.
Einnig starfar Norvion sem ráðgefandi aðili fyrir verkfræðistofur við útfærslu verkefna.

Hafið samband við Norvion fyrir nánari upplýsingar.