Mælabúnaður fyrir vatn

Touch Pro fingerprint scanner and detection equipment including a training kit with headphones, handheld devices, and a lockbox, all set against a white background.

HWM býður upp á sérhæfðan mæla- og eftirlitsbúnað fyrir vatns- fráveitu- og hitaveitukerfi sem styður við rekstraröryggi og vatnsgæði. Lausnirnar gera veitufyrirtækjum og rekstraraðilum kleift að safna áreiðanlegum gögnum í rauntíma og taka upplýstar ákvarðanir um rekstur, viðhald og endurnýjun.

Mælabúnaður HWM hentar m.a. fyrir:

  • Flæði-, þrýsti-, og hitamælingar í dreifi- og flutningskerfum

  • Vatnsgæðamælingar, s.s. hitastig, leiðni, pH, klór o.fl.

  • Lekaviðvörun

Með lausnum HWM er hægt að:

  • Tryggja stöðugt eftirlit með vatnsgæðum

  • Greina leka og frávik fyrr og draga úr vatnstapi

  • Bæta yfirsýn yfir ástand og nýtingu lagnakerfa

HWM hefur áratuga reynslu í þróun mæla- og vöktunarbúnaðar fyrir vatns- og hitaveitur og lausnir þeirra eru notaðar víða um heim þar sem gerðar eru miklar kröfur til gæðamælinga og rekstraröryggis.

https://www.hwmglobal.com/

Hafið samband við Norvion fyrir frekari upplýsingar.

Beiðni um tilboð
A blue utility inspection camera inside a hole in the ground, with a portable electronic device beside it.