Lekavöktun - Hitaveita
Ratmon býður upp á heildstætt lekaviðvörunarkerfi fyrir hitaveitur sem byggir á tveggja víra kerfi og rafleiðnimælingum. Kerfið greinir raka og leka með því að nema breytingar í rafleiðni milli tveggja leiðara, sem gerir kleift að greina leka snemma og áður en hann verður sýnilegur á yfirborði.
Lausnir Ratmon henta sérstaklega fyrir hitaveitulagnir, bæði í flutnings- og dreifikerfum en einnig bjóða þeir upp á lausnir fyrir vatnsveitur.
Með búnaði Ratmon er hægt að:
Greina leka og raka á frumstigi
Auka afhendingaröryggi og draga úr áhættu á skyndibilunum
Stytta viðbragðstíma og minnka umfang viðgerða
Styðja við fyrirbyggjandi viðhald og betri rekstraráætlanir
Lekaviðvörunarkerfi Ratmon fellur vel að vöktunar- og viðvörunarkerfum á borð við Nordic Alarm, þar sem viðvaranir og stöðugögn nýtast til miðlægrar vöktunar, skráningar og hraðra viðbragða í rekstri hitaveitna.
Sérfræðingar Norvion geta aðstoðað við hönnun og val á búnaði til vöktunar.
Ratmon er einföld, traust og góð lausn fyrir hitaveitur sem gera miklar kröfur til snemmgreiningar leka, rekstraröryggis og langlífs innviða.
Hafið samband við Norvion fyrir frekari upplýsingar.

