Helstu samstarfsaðilar Norvion
Norvion býður upp á fjölbreytt lagnaefni í heildsölu frá þekktum gæðaframleiðendum:
agru býður upp á hágæða PE- og PP-rör, suðufittings og rafsuðufittings fyrir öll helstu verkefni. Að auki er vöruúrvalið mjög víðtækt og nær til fjölbreyttra lausna fyrir vatn, fráveitu, iðnað og orku.
Macoga er leiðandi framleiðandi á þönum og býður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir hin ýmsu kerfi. Svo sem hitaveitur, gufuafl, vatnsafl, olíu og ýmsan iðnað.
HWM býður upp á sérhæfðan mæla- og eftirlitsbúnað fyrir vatns-, fráveitu-, og hitaveitukerfi. Lausnir þeirra bjóða upp á rauntímamælingar á vatnsgæðum.
Ratmon býður upp á heildstætt lekaviðvörunarkerfi fyrir hitaveitur sem byggir á tveggja víra kerfi og rafleiðnimælingum.
Vonroll Hydro sérhæfir sig í Ductile lausnum fyrir vatnsaflsverkefni. Vonroll Hydro bjóða einnig upp á brunahana og búnað fyrir brunavarnir.
STAR Piping Group býður upp á PE- og PP rör og fittings og hafa mjög mikla sérsmíðagetu. Lausnir þeirra henta sérstaklega vel fyrir sérverkefni í dælustöðvum, fiskeldi og öðrum iðnaði.
REMBE býður upp á sérhæfðar öryggislausnir fyrir þrýstijöfnun, yfirþrýstingsvörn og sprengivarnir í orku- og iðnaðarkerfum.
dipa GmbH framleiðir sérhæfðar rörafestingar, röraupphengjur, klemmur, stoðir og aðrar festingar fyrir lagnir. Vörur þeirra henta fyrir öll lagnakerfi og fást úr mismunandi efnum.
FRANK GmbH sérhæfir sig í fráveiturörum í stórum þvermálum og býður upp á mikla sérsmíðagetu. Sérlausnir í brunnum, tönkum og öðrum mannvirkjum, þar sem krafist er nákvæmrar hönnunar, styrks og áreiðanleika.
Bray er alþjóðlegur framleiðandi loka og stýribúnaðar, með sterka áherslu á loka í stórum þvermálum. Lausnir þeirra henta vel fyrir hitaveitur, vatnsveitur, fráveitu og iðnað.
Kamitech sérhæfir sig í samskeytum og tengilausnum fyrir einangruð rör. Þeir bjóða upp á heildstætt kerfi í opnum rafsoðnum hólkum.
SEALFORLIFE framleiðir flestar gerðir krumpu- og þéttiefna fyrir hitaveitusamskeyti og aðrar lagnir þar sem þörf er á að þétta samskeyti.
Intra BV bjóða upp á fjölbreyttar lausnir fyrir hafnarmannvirki, svo sem stálþil og fórnarskaut. Einnig hafa þeir yfir að skipa miklu úrvali af stálrörum, prófílum og öðru smíðjárni.
Lausnir Tonisco henta hitaveitum, vatnsveitum og iðnaði þar sem nauðsynlegt er að tengja inn á kerfi í rekstri á öruggan og skilvirkan hátt.
Platipus býður upp á áreiðanlegar lausnir til að festa niður rör og rörakerfi í krefjandi jarðvegsaðstæðum.
Bendforce býður upp á einstaka einkaleyfisvarða aðferð við að kaldbeygja stálrör, bæði einangruð og óeinangruð í stærðunum DN100 til DN1000.
VAG er leiðandi framleiðandi loka fyrir vatns- og fráveitu. Fyrirtækið sérhæfir sig í lokum í stórum þvermálum, þar sem gerðar eru kröfur um mikla endingu, áreiðanleika og rekstraröryggi.
AEON framleiðir fjölbreyttar tegundir loka fyrir vatns- og fráveitur. AEON bjóða einnig upp á margar tegundir brunahana.

