Við brúum bilið milli hönnunar og reksturs
Við veitum sérhæfða ráðgjöf frá hönnun til reksturs veitukerfa. Við sinnum einnig heildsölu á lagnaefni, fylgihlutum og búnaði fyrir veitukerfi.
Við vinnum að þróun hagkvæmra og vistvænna lausna fyrir innviðauppbyggingu.
Hvað gerum við?
Norvion er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagnakerfum. Norvion var stofnað af sérfræðingum með áratuga reynslu og þekkingu á alþjóðavettvangi. Við bjóðum upp á tæknilega ráðgjöf við hönnun, efnisval, framkvæmdir og rekstur veitukerfa.
Þjónusta okkar felur í sér:
Ráðgjöf og eftirlit – hönnunarráðgjöf og sérfræðiþekking fyrir veitukerfi.
Heildsala – framboð á lagnaefni og búnaði.
Tækni og þróun – ráðgjöf, innleiðing og framleiðslutækni.
Hjá Norvion leggjum við áherslu á sjálfbærni, gæði og nýsköpun. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að skapa lausnir sem standast tímans tönn.